Nýr íþróttastjóri íshokkís

08/04/2021

Dagbjört Þorsteinsdóttir er nýr íþróttastjóri yngri flokka SR íshokkí. Hún þekkir félagið og starfið vel enda á hún tvo stráka hjá félaginu, Jóhann Björgvin markmann í U18 og karlaliði SR og Friðrik sem spilar með U14 liði SR.
Dagbjört starfar sem kennari í Norðlingaskóla og hefur yfir 25 ára reynslu úr þeim geira sem mun nýtast henni vel í starfi íþróttastjóra.

Dagbjört er frábær liðstyrkur í öflugan hóp og bjóðum hana velkomna til starfa!