Fyrsta U16 kvennamót í íshokkí

04/06/2021

Um helgina verða merkileg tímamót í sögu íshokkí kvenna á Íslandi þegar í fyrsta sinn verður haldið sérstakt kvennamót í U16 með liðum frá öllum þremur félögunum.

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að SR hefur lagt mikla áherslu á uppbyggingarstarfið í kvennaíshokkí hjá félaginu undanfarin ár. Nú er félagið byrjað að uppskera eftir það starf og má nefna að á síðasta U12 móti var SR með eina stelpuliðið. Nú sendum við U16 lið með 14 öflugum SR stelpum sem eiga allar framtíðina fyrir sér í íshokkí.

Mótið fer fram í Egilshöll og hvert lið spilar fjórar leiki.

Dagskrá SR eftirfarandi:

Laugardagur

– kl. 8.30 Fjölnir – SR

– kl. 11.00 SR – SA

Sunnudagur

– kl. 8.30 SR – SA

– kl. 9.45 Fjölnir – SR

Við hvetjum SR-inga til að fjölmenna og hvetja stelpurnar okkar áfram.
Að auk leikjanna verða tvær sameiginlegar æfingar með öllum liðum, pizzaveisla, fyrirlestur frá Söru Smiley og keila.

Það stefnir í frábæra helgi og ber að þakka ÍHÍ fyrir að standa fyrir þessu og efla kvennahokkí á Íslandi.
Myndin er tekin á æfingu í vikunni þar sem Alexandra og Erla þjálfarar liðsins fara yfir helstu atriði fyrir helgina.