Axel Orongan genginn til liðs við SR

27/08/2021

Axel Orongan er nýr liðsmaður SR.

Það er engum blöðum um það að fletta að Axel er mikill liðsstyrkur fyrir SR enda stiga- og markahæsti leikmaður Hertz-deildar karla síðasta tímabil. Við tókum létt spjall við þennan nýjasta leikmann okkar.

Nú var undirbúningstímabilið að klárast – hvernig líst þér á hópinn og hvernig er andinn?

„Hópurinn er bara að verða betri og betri með tímanum, það er mjög mikið sem má æfa betur en það er líka mikið sem við gerum mjög vel!“ Segir Axel. „Andinn í þessu liði kom mér rosalega á óvart, allir eru vinir. Þetta er hópur sem gefst ekki upp þrátt fyrir að síðustu season hafa ekki gengið vel, einfaldlega bara winning mentality.“

Eins og þú nefnir hefur gengi okkar ekki verið viðunandi síðustu tímabil. En nú eru ungu strákarnir okkar árinu og reynslunni eldri. Fyrir utan þig þá eru fleiri sterkir leikmenn að bætast í hópinn. Á blaði ætti liðið að vera mikið sterkara – hvernig heldur þú að tímabilið verði?


„SR á mjög öfluga unga stráka sem hafa sýnt að þeir geta alveg barist við norðanmenn og Fjölnismenn. Að þeir séu orðnir stærri og sterkari gerir helling fyrir okkur og ég er mjög spenntur að sjá hvað þeir geta gert fyrir SR í ár!“ segir Alex. „Annars eru margir með ágæta reynslu í meistaraflokks leikjum í liðinu þannig ég held að þetta verði skemmtilegt og spennandi tímabil.“

Það styttist í fyrsta leik tímabilsins, heimaleikur gegn þínum gömlu félögum í SA. Hvernig líst þér á þá rimmu?

„Maður er alltaf spenntur fyrir fyrsta leiknum og að það sé á móti gömlum liðsfélögum og góðum vinum þá verður það challenge. En mjög gaman á sama tíma. SA menn spila hart hokkí þannig ég get lofað að þetta verði hörku leikur og spennandi að sjá hvernig bæði lið byrja tímabilið!“

Þú hefur spilaði erlendis frá unga aldri og komst inn með látum í Herzt-deildina í fyrra. Varst bæði marka- og stigahæstur þrátt fyrir að ná bara að spila 7 af 10 leikjum. Ertu með einhver persónuleg markmið fyrir þetta tímabil?


„Þegar maður kemur inní íslenska hokkíið eftir að hafa verið erlendis svona lengi þá hefur maður mikið sjálfstraust, en það þarf heilt lið til að ná svona markmiðum eins og ég náði síðasta tímabil. Mín persónulegu markmið þetta tímabil eru bara að halda áfram að skapa færi eins og áður. Mikilvægasta markmiðið er að vinna leiki og til þess þarf allt liðið að hafa sama markmiðið og metnað sem ég veit að SR er með.“

Við bjóðum Axel velkominn í SR. Það er ljóst að það stefnir í spennandi íshokkítímabil en fyrsti leikur karlaliðs SR verður gegn SA laugardaginn 4. september í Skautahöllinni í Laugardal.