Kristín tekur við Íshokkískóla SR

21/08/2021
Nýr umsjónarþjálfari Íshokkískóla SR er Kristín Ómarsdóttir leikmaður kvennaliðs SR. Kristín sá um íshokkí- og leikjanámskeiðin okkar í sumar við mjög góðan orðstír. Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Kristínu til liðs við þjálfarateymið enda fáir íslenskir þjálfarar sem hafa meiri reynslu af skautakennslu.

Eins og áður sagði hefur Kristín mikla þekkingu og reynslu:

– er með meistaragráðu í íþróttafræðum og kennsluréttindi
– hefur yfir tveggja áratuga reynslu af skautaþjálfun
– hefur spilað með kvennaliði SR síðan 2008
– hefur lokið öllu þjálfaranámi ÍSÍ
Aðstoðarþjálfari er öflugi varnamaðurinn April Orongan sem sló í gegn með kvennaliði okkar síðasta vetur.
Allar nánari upplýsingar hér: https://skautafelag.is/ishokki-3/ishokkiskoli/
Skráning í Íshokkískólann hér: https://www.sportabler.com/shop/srishokki