Nýtt Reykjavíkurmót í íshokkí

02/09/2021

Fyrsta helgi Reykjavíkurmóts í íshokkí U16 og yngri fór fram um síðustu helgi. Reykjavíkurmótið er glænýtt mót í samstarfi SR, Fjölnis og ÍBR.

Mótið var spilað sem hraðmót, 3 á 3 á hálfum ís langveginn. Með þessu fyrirkomulagi fengu leikmenn flokkanna mikinn spilatíma, hraðan leik, margar sendingar og mörg færi. Þar af leiðandi fengu markmenn mikið af skotum og góða æfingu.

Mótið verður spilað áfram í hröðum og skemmtilegum leikjum yfir tímabilið en endar svo á helgarmóti í Egilshöll í lok tímabilsins.

Mótið er frábær viðbót í keppnisflóruna í íshokkí og verður gaman að spila fleiri leiki á tímabilinu. Íslandsmótin verða að sjálfsögðu áfram á sínum stað.