Stelpuhokkídagurinn 16. október í Laugardalnum

05/10/2021
Alþjóðlegi stelpu-íshokkídagurinn er laugardaginn 16. október n.k. SR heldur að sjálfsögðu upp á daginn og býður stelpum að koma og prófa undir leiðsögn þjálfara SR og leikmanna kvennaliðs SR.

Nánar um viðburðinn á Facebook hér.

Komdu og prófaðu íshokkí á alþjóðlegum stelpu-íshokkídegi – alveg frítt.

Hvar: Skautahöllin Laugardal (beint á móti Húsdýragarðinum)
Hvenær: Laugardaginn 16. október kl. 11:45-12:45
Fyrir hvern: Stelpur á öllum aldri sem vilja kynnast þessari frábæru íþrótt

Kvennalið SR tekur vel á móti öllum byrjendum!

Foreldrafélag SR býður upp á heitt kaffi, kakó og með því.
Allur búnaður á staðnum, skautar, hjálmar, hlífar og kylfur.
#IIHF #WGIHW