Foreldrafélag SR íshokkí gefur búnað

09/03/2022

Við státum af mjög öflugu foreldrafélagi sem hefur styrkt starfsemi íshokkídeildarinnar margvíslega síðustu ár, meðal annars með mjúkum böttum, þjálfaragöllum og ýmsum öðrum þjálfarabúnaði.

Nýverið færði foreldrafélagið Íshokkískólanum veglega búnaðargjöf sem nýtast mun vel við æfingar næstu kynslóðar af SR íshokkíkrökkum, en félagið lánar öllum byrjendum búnað endurgjaldslaust.

Dagbjört, íþróttastjóri yngri flokka, veitti gjöfinni viðtöku