Vel heppnaður Global Girls Game um helgina

10/03/2022

Global Girls Game, eða stelpur spila íshokkí, fór fram í Laugardalnum um síðastliðna helgi. GGG er íshokkíleikur kvenna spilaður um allan heim sömu helgi – hvítir á móti bláum. Niðurstöðum allra leikja er safnað saman og er samanlögð heilarniðurstaða allra leikja birt á vef Alþjóða íshokkísambandsins.

25 SR-ingar á aldrinum 5 til 44 ára mættu og skemmtu sér konunglega. Leikar fóru 9-5 fyrir hvítum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti leikinn með því að kasta viðhafnarpökki í upphafi leiks.

Hið frábæra foreldrafélag SR íshokkí bauð upp á heitt kakó, kaffi og kleinur.
Við þökkum öllum sem lögðu hönd á plóginn, sérstakar þakkir fær Ævar markvörður karlaliðs SR og dómari fyrir sitt framlag við dómgæslu.