Íslandsmeistarar U18 2022

04/04/2022

U18 lið SR varð um helgina Íslandsmeistari í íshokkí.

Liðið endaði í efsta sæti með 24 stig úr 12 leikjum. Liðið skoraði flest mörk eða 76 og fékk á sig fæst eða 49.

Liðið samanstendur bæði af stelpum og strákum sem öll stóðu sig framúrskarandi vel í vetur. Vert er að nefna framlag tvíeykissins hættulega Níels og Gunnlaugs en þeir tveir voru stigahæstu leikmenn tímabilsins. Nilli með 33 stig (18 mörk og 15 stoðsendingar) og Gulli með 41 stig ( 30 mörk og 11 stoðsendingar).