Axel Orongan og Brynhildur Hjaltested eru íshokkífólk SR árið 2022
Axel kom til SR fyrir tveimur árum og hefur sett sterkan svip á liðið enda einkar leikinn og útsjónasamur leikmaður sem getur spilaða nánast hvaða stöðu sem er á ísnum. Axel átti mjög gott mót með landsliðinu síðasta vor og átti stóran þátt í 3-2 sigri í úrslitaleik gegn Belgum, skoraði þar tvö mikilvæg mörk. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti í A riðli 2. deildar. Axel hefur líka komið sterkur inn í þjálfun hjá U18, U16 og U14 flokkum SR og sannað sig sem einn efnilegasti þjálfari félagsins.
Brynhildur er uppalin í SR og spilaði í gegnum alla yngri flokka félagsins. Hún hefur verið lykil-leikmaður kvennaliði SR síðustu ár og einn beittasti sóknarmaður þess. Brynhildur átti frábært heimsmeistaramót í Króatíu með landsliði Íslands sem tryggði sér sæti í A riðli 2. deildar. Þar varð hún þriðja stigahæst Íslendinga með þrjú mörk og eina stoðsendingu í fjórum leikjum.
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn