Íshokkískólinn byrjar 4. janúar

02/01/2023

Okkar frábæru þjálfarar Kristín Ómars og Andri Freyr taka vel á móti krökkum í íshokkískólanum sem fer aftur í gang eftir jólafrí miðvikudaginn 4. janúar kl. 17.15.

Allur búnaður á staðnum og kostar ekkert að prófa.
Æfingar eru tvisvar í viku, miðvikudaga kl. 17.15 og laugardaga kl. 12.00.

Allar upplýsingar og skráning á síðu Íshokkískólans.

Hlökkum til að sjá ykkur á ísnum.