SR íslandsmeistari 2023

31/03/2023

Karlalið SR varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í Hertz-deild karla 2023 eftir sigur á Skautafélagi Akureyrar í hreinum úrslitaleik. Þetta er 6. titill SR og sá fyrsti í 14 ár.

Það lið sem varð fyrst til að sigra þrjá leiki varð Íslandsmeistari en leikirnir fóru þannig að SR sigraði þann fyrsta á Akureyri, SA vann næstu tvo, SR tók svo fjórða leikinn í framlengingu og sigraði svo oddaleikinn á Akureyri.
SA 3 – 7 SR  ||  SR 2 – 5 SA. ||  SA 4 – 1 SR  ||  SR 5 – 4 SA  ||  SA 3 – SR 4

Atli Snær Valdimarsson var frábær í markinu alla úrslitakeppnina og vörnin var rosaleg, blokkaði hvert skotið af fætur öðru. Stigahæstu leikmenn liðsins voru Kári Arnarsson með 7 stig (5 mörk og 2 stoðsendingar) og Sölvi Atlason með 5 stig (2 mörk og 3 stoðsendingar). Í humátt eftir þeim komu þeir Axel Orongan, Níels Hafsteinsson, Bjarki Jóhannesson, Pétur Maack og Styrmir Maack allir með þrjú stig.

Við óskum þjálfurunum Gunnlaugi Thoroddsen og Birni Róberti Sigurðarsyni, leikmönnum, starfsfólki og öðrum aðstandendum liðsins innilega til hamingju!