Íshokkídeild SR býður upp á sumar- og leikjanámskeið í júní og 2023
20% systkinaafsláttur.
Vika 1 í júní (5 dagar) 12.-16. júní 2023
6-12 ára byrjendur og lengra komnir – heill dagur. Verð 32.000 kr.
6-12 ára byrjendur og lengra komnir – hálfur dagur. Verð 16.000 kr.
Vika 2 í júní (5 dagar) 19.-23. júní 2023
6-12 ára byrjendur og lengra komnir – heill dagur. Verð 30.000 kr.
6-12 ára byrjendur og lengra komnir – hálfur dagur. Verð 16.000 kr.
Skráning hér í gegnum Sportabler
—
Þjálfarar og umsjónarmenn
Kristín, sem er yfirþjálfari í námskeiðum í júní, hefur víðamikla þjálfarareynslu og menntun bæði sem þjálfari á listskautum og íshokkí. Kristín hefur þjálfað byrjendur jafnt sem lengra komna, er aðalþjálfari Íshokkískóla SR og er leikmaður með kvennaliði SR.
Kristín er menntaður íþróttafræðingur og með mastersgráðu í kennsluréttindum. Hún hefur starfað sem íþróttafræðingur víða meðal annars á Grensás, Heilsuborg, geðdeildinni á Hringbraut auk þess fyrir önnur félög sem íþróttastjóri barnastarfs. Núverandi staða Kristínar er umsjónarkennari í grunnskóla.
Kristín verður með aðstoðarþjálfara með sér
—
Nánari upplýsing og skráning hér í gegnum Sportabler
Kristín Ómarsdóttir
Aðalþjálfari
S. 865 9747