Karlalið SR vann sér þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða, Continental Cup, með íslandsmeistaratitlinum á síðasta tímabili. Liðið heldur út til Kaunas í Litháen 21. september þar sem það mætir þremur liðum á þremur dögum í B riðli mótsins.
HC Panter gegn SR föstudaginn 22. sept kl. 12.00 að íslenskum tíma. Beint streymi hér.
SR gegn KHL Zagreb laugardaginn 23. sept kl. 10.00 að íslenskum tíma. Beint streymi hér.
SR gegn HC Kaunas sunnudaginn 24. sept. kl. 13.30 að íslenskum tíma. Beint streymi hér.
Umfjöllun mbl.is um ferðina hér.
Viðtal við Gunnlaug Thoroddsen á mbl.is hér.
Þetta er í fyrsta skiptið sem SR tekur þátt í Evrópukeppni og verður spennandi að fylgjst með liðinu um helgina.
Sigurvegarar riðilsins fara áfram í næstu umferð og mæta liðum úr hærri styrkleikaflokki.