Titilvörnin hefst í dag

12/09/2023
Titilvörnin hefst í dag þriðjudag í opnunarleik Hertz-deildar karla er SR tekur á móti Fjölni kl. 19.45 í Skautahöllinni í Laugardal.

Auðvitað verður veisla í Hokkífálkanum sem verður með gómsætar pylsur, samlokur og vöfflur á boðstólunum ásamt drykkjun og öðru góðgæti.

1500 kr. inn
Slepptu röðinni og keyptu miða í Stubbs appinu
Frítt fyrir grunnskólabörn og yngri

Tryggið ykkur árskort í tíma á skautafelag.is/arskort

Karlalið SR á svo útileik við SA næsta laugardag og síðan er það Continental Cup, Evrópukeppni félagsliða í Litháen helgina 22.-24. september.