Sögulegur sigur kvennaliðs SR: útvarpsviðtal

26/01/2024

Það var stór stund í sögu SR og kvennaliðsins í Laugardalnum þriðjudaginn (23. janúar 2024) þegar það lagði Fjölni af velli 6-3 í frábærum leik. Þetta er fyrsti sigur liðsins síðan það var endurvakið árið 2020 og fyrsti sigur kvennaliðs SR í venjulegum leiktíma frá upphafi liðsins.

Liðið spilaði af krafti og gaf ekkert eftir og uppskar frábæran sigur sem fer í sögubækurnar. Þetta var sigur heildarinnar en mörkin sex dreifðust á sex leikmenn, sóknin var beitt, vörnin þétt og markvarslan geggjuð.

Mörk SR
Friðrika Ragna Magnúsdóttir (stoðs. Ylfa Kristín)
Satu Niinimäki (án stoðs.)
Þóra Míla Sigurðardóttir (án stoðs.)
Ylfa Kristín Bjarnadóttir (stoðs. Friðrika Ragna)
Saga Sigurðardóttir (án stoðs.)
Arna Friðjónsdóttir (stoðs. April Orongan)

Í markinu stóð Andrea Diljá J. Bachmann og varði 41 skot frá Fjölni, rúmt 93% hlutfall skota.

Alexandra fyrirliði liðsins var fenginn í viðtal hjá Síðdegisútvarpi Rásar 2 til að spjalla um þetta öskubuskuævintýri.

Hlusta hér: