U20 drengjalandslið Íslands sótti bronsverðlaun á HM 2. deild B en það er besti árangur liðsins hingað til.
SR átti sex frábæra fulltrúa í liðinu
Haukur Steinsen og Benedikt Bjartur Olgeirsson í vörninni
Helgi Bjarnason, Ýmir Hafliðason Garcia, Gunnlaugur Þorsteinsson og Níels Þór Hafsteinsson í sókninni
Í starfliðinu voru Sölvi Freyr Atlason aðstoðarþjálfari og Olgeir Olgeirsson liðstjóri.
Úrslit Íslands á mótinu voru eftirfarandi
– sigraði Ástrali 6-0 í fyrsta leik
– tapaði 2-1 fyrir Rúmeníu – en þeir unnu svo mótið
– tapaði fyrir heimamönnum í Serbíu 5-1 – en þeir fengu silfur á mótinu
– sigraði Belga 4-3
– sigraði Tævan 9-4
SR-ingurinn Níels Þór Hafsteinsson, sem nú spilar með U20 liði Storhamar í Noregi var fyrirliði liðsins en hann var einnig valinn besti leikmaður liðsins í sigrinum gegn Belgíu. Níels var með 6 stig á mótinu, 3 mörk og þrjár stoðsendingar.
Gunnlaugur Þorsteinsson var með 5 stig, 2 mörk og 3 stoðsendingar.
Allt um mótið á vef þess, IIHF.