Boðað er til aðalfundar Íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:00 í sal Skautahallarinnar.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og kosning stjórnar.
Framboð til stjórnar skulu berast í síðasta lagi mánudaginn 8. apríl til ritara stjórnar, Benediktu Kristjánsdóttur bgkristjansdottir@gmail.com
Dagskrá aðalfundar íshokkídeildar skal vera samkvæmt lögum félagsins:
1. Kosinn fundarstjóri og aðrir embættismenn fundarins
2. Lesin upp fundargerð síðasta aðalfundar deildarinnar
3. Lögð fram skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar til samþykktar
5. Kosning stjórnar til eins árs: a) formanns b) varaformanns c) gjaldkera d) ritara e) formanns meistaraflokksráðs karla f) formanns meistaraflokksráðs kvenna g) formanns barna-og unglingaráðs h) eins varamanns
6. Önnur mál, m.a. lögð fram tillaga að nýjum lögum íshokkídeildar