Fjórði leikur úrslita í Laugardalnum í kvöld

26/03/2024

Fjórði leikur í úrslitum annað kvöld þriðjudag kl. 19.45.

Staðan er 2-1 í einvíginu fyrir SA og með sigri SR verður hreinn úrslitaleikur á Akureyri á fimmtudag. Fyllum höllina af bláklæddu stuðningsliði og styðjum strákana okkar til sigurs!

– Hokkífálkinn býður upp á Chili con Carne, pylsur, samlokur og allt þetta venjulega.

– Frábær liðskynning með video, reyk, ljósum og ódauðlegri rödd Bjarna töframanns

– Glæsilegt listskautaatriði frá SR í fyrra leikhléi

– Pökkakastið í seinna leikhléi með áritaðri meistaraflokkstreyju og fleiri góðum vinningum.

2000 kr. inn og við mælum með að versla miðann í Stubb appinu til að sleppa við röðina https://stubb.is/events/b8VJLy

Frítt fyrir grunnskólabörn og yngri

Athugið að árskort gilda ekki á úrslit

Málum pallana bláa og höfum hátt – styðjum við bakið á SR í stærsta leik tímabilsins