Leikmaður SR á World Selects Invitational 2024

06/05/2024

Ylfa Kristín Bjarnadóttir, leikmaður með kvennaliði SR, U16 og U14, var eini fulltrúi Íslands á World Selects Invitational 2024 sem fór fram í Chamonix í Frakklandi í lok apríl.

Mótið, sem er boðsmót, er stærsta stúlknamót Evrópu fyrir stelpur í U14, fæddar 2010 og 2011, en 14 lið tóku þátt. Ylfu spilaði með SHD Global ásamt bestu hokkístúlkum frá Danmörku, Englandi, Rúmeníu, Ítalíu, Kasakstan, Spáni og Ungverjalandi.
Liðið atti kappi við nokkur lið frá N-Ameríku, Finnlandi, Svíþjóð, Sviss, Tékklandi, Frakklandi og Þýskalandi. Liðið komst í 8 liða úrslit en var þar slegið út af liðinu sem síðar stóð uppi sem sigurvegari mótsins.