Stúlknalið SR bikarmeistari í U16 fjórða mótið í röð

06/05/2024

SR varð um liðna helgi bikarmeistari í U16 stúlkna í Egilshöll.

SR sigraði tvo leiki í venjulegum leiktíma, vann einn í vítakeppni og en tapaði aðeins einum leik. Þetta er fjórða mótið í röð sem SR fer með sigur af hólmi og ber merki þess hversu mikil vinna hefur verið lögð í að fjölga stelpum og efla hjá félaginu.
Þjálfari liðsins er Alexandra Hafsteinsdóttir og liðstjóri Arna Björg Friðjónsdóttir, báðar leikmenn með kvennaliði SR.

Efri röð frá vinstri: Alexandra þjálfari, Dagný, Brynja, Kristjana, Gabríella, Hekla, Elfur, Sandra, Arna liðstjóri Neðri röð frá vinstri: Þóra, Tinna, Bríet, Kristína, Friðrika, Ylfa