SR-konur gerðu góða ferð suður til Ítalíu um helgina á Dolomite Trohpy en liðið renndi fremur blint í sjóinn hvað styrkleika andstæðingana varðar. Fyrirfram var búist við að þetta yrði frekar erfiðara en ekki. Getustigið reyndist fullkomið og voru allir leikirnir jafnir og spennandi. Fór svo að liðið vann fyrsta leikinn í framlengingu, þann næsta í venjulegum leiktíma en þeim þriðja og úrslitaleiknum töpuðu þær í framlengingu einum færri. Niðurstaðan því silfrið fyrir liðið.
Andrea Diljá var besti markmaður mótsins en hún var mjög öflug milli stanganna með 93.7% hlutfall skota, fékk á sig 5 mörk en varði 74 skot.
Stigahæstu leikmenn SR voru samkvæmt tölfræði mótsins:
Satu Niniimaki 3 mörk
Ylfa Bjarnadóttir 1 mark og 1 stoðsending
Saga Blöndal 2 stoðsendingar
April Orongan 1 mark
Friðrika Magnúsdóttir 1 mark
Arna Friðjónsdóttir 1 mark
Brynja Þórarinsdóttir 1 stoðsending
Alexandra Hafsteinsdóttir 1 stoðsending
Liðið kemur heim á miðvikudag og tekur þá við undirbúningur fyrir fyrsta leik tímabilsins við SA sem verður á Akureyri 28. september.