Íshokkísamband Íslands hefur valið Kára Arnarsson íshokkímann ársins árið 2024.
Í frétt á vef sambandsins segir:
„Kári Arnarsson hefur verið valin Íshokkímaður ársins 2024 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Kári aðeins 22 ára gamall tók við fyrirliðabandinu hjá Skautafélagi Reykjavíkur á síðasta tímabili.
Hann átti stóran þátt í því að Skautafélag Reykjavíkur varði íslandsmeistaratitil sinn í 5 leikja hnífjöfnu úrslita einvígi. Kári sem þykir með hættulegri framherjum Topp deildar karla í Íshokkí, skoraði 11 mörk og átti 12 stoðsendingar í 15 leikjum spiluðum á tímabilinu fyrir úrslitakeppni.
Í úrslitakeppni tímabilsins skoraði hann svo 6 mörk í 5 leikjum og átti þannig stóran þátt í að tryggja að Íslandsbikarinn er varðveittur þetta árið í Laugardalnum. Kári er jákvæður og góður liðsfélagi bæði í sínu félagi og einnig í landsliði Íslands. Hann er fyrirmynd margra ungra leikmanna og er ávallt til sóma í framkomu sinni hvort sem er innan eða utan leiks.
Íshokkísamband Íslands óskar Kára innilega til hamingju með titilinn Íshokkímaður ársins 2024.“