Kvennlandsliðið á Ólympíuforkeppni í Slóvakíu

19/12/2024

Kvennalandslið Íslands hélt til Slóvakíu til þátttöku í 2. umferð forkeppni Ólympíuleikanna núna í desember. Andstæðingarnir voru ekki af verri endanum; gestgjafarnir frá Slóvakíu með ungstirninu Nelu Lopušanová innanborðs, Kazakstan með fyrrverandi SR-ingnum Maliku Aldabergenova og svo Slóvenar.

SR átti 5 frábæra fulltrúa í liðinu.
Andrea Dilja í markinu
Friðrika Ragna og Gunnborg Petra í sókninni
Inga Rakel og Ragnhildur í vörninni

Ísland átti góðan leik gegn erfiðum mótherjum en fyrsta umferð forkeppninnar féll niður þar sem enginn bauðst til að hýsa það mót. Ísland fór því sjálfkrafa í næstu umferð sem hæsta liðið á styrkleikalista og mætti þar mikið sterkari mótherjum. Ísland er með ungt og efnilegt lið, yngsti leikmaðurinn Friðrika Ragna sem tók þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni, aðeins 15 ára gömul.

Friðrika var valin, „Magic Man“ af samherjum sínum eftir fyrsta leikinn gegn Slóvenum og Andrea eftir leikinn gegn Kasakstan.

Hér er allt um mótið á vef IIHF: https://www.iihf.com/en/events/2025/ogqp3d