U20 drengjalandslið Íslands tók þátt í HM B riðli 2. deildar í Belgrad í Serbíu nú á dögunum. Þetta var mjög jöfn deild og öll lið að vinna leiki. Ísland endaði í 5. sæti, með jafnmörg stig (6 stig) og Ástralía, en andfætlingar okkar voru með innbyrðissigur og voru því sæti ofar.
Ísland átti möguleika á silfri í lokaleik sínum gegn Ísrael en tapaðist naumlega 3-2. Sem dæmi um hversu jöfn þessi deild var þá sigraði Ísland Serbíu sem síðan vann Spán í lokaleik mótsins, en Spánn sigraði riðilinn og fór upp um deild. Belgar fóru niður í 3. deild.
Allir SR-ingarnir í hópnum komu við sögu á mótinu:
Haukur Karvelsson fimm mörk og ein stoðsending. Maður leiksins gegn Áströlum og markahæsti leikmaður Íslands og annar markahæstur á öllu mótinu. Haukur var einnig aðstoðarfyrirliði.
Arnar Karvelsson tvö mörk og ein stoðsending. Maður leiksins gegn Belgíu.
Haukur Steinsen var með eitt mark
Helgi Bjarnason var með eitt mark
Aðstoðarþjálfari liðsins var SR-ingurinn Eduard Kascak.
Að ári þá mun Ísland mæta Serbum, Áströlum, Ísrael ásamt Hollendingum sem féllu niður úr deildinni að ofan en ekki er enn ljóst hver mun koma upp en það mót hófst einmitt í dag í Tyrklandi.