Karlalið SR til Eistlands – Continental Cup

26/06/2024

Íslandsmeistarar SR eru á leið í Continental Cup annað árið í röð en það er evrópukeppni félagsliða. Aftur er ferðinni heitið til Eystrasaltslandanna en núna er það Eistland, nánar tiltekið 50 þúsund manna borgin Narva á landamærunum við Rússland.

Þar mætum við litháensku meisturunum í Energija Elektrenai, gestgjöfunum PSK Narva og Spánarmeisturum CH Jaca. Mótið fer fram 20.-22. september – bókið í dagatalið!

Þetta verður heil helgi af hokkíveislu…

Sigurvegarar riðilsins fá keppnisrétt í næstu umferð sem verður í ítölsku ölpunum í 18.-20 október.