SR lagði CH Jaca með gullmarki í framlengdum leik Continental Cup í Narva í Eistlandi um helgina. Þetta var fyrsti sigur SR í Evrópukeppni félagsliða en liðið er að taka þátt í annað sinn. Liðið var 4-5 undir þegar lítið var eftir af leiknum er þjálfararnir tóku Jóhann markvörð út af og bættu við sóknarmanni. Það skilaði jöfnunarmarki þegar aðeins 3 sekúndur lifðu af leiknum og SR knúði framlengingu.
Gullmarkið skoraði Jonathan Otuoma þegar ein og hálf mínúta var liðin af framlengingunni eftir undirbúning Kára og Hákons.
Árangur liðsins er heilt yfir mikið betri en í fyrra. 10 mörk skoruð og 18 mörk fengin á sig á móti 29 mörkum fengnum á sig og 4 skoruðum í fyrra.
Jóhann Björgvin markvörður var í öðru sæti yfir markverði mótsins með tæp 90% hlutfall skota, varði 126 skot af 141.
Fyrirliðinn Kári Arnarsson var stigahæstur SR-inga með 5 stig (1 mark og 4 stoðsendingar) en hann var jafnframt í 6. sæti yfir stigahæstu leikmenn mótsins og þriðja sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn.
Á eftir Kára komu:
Sölvi Atlason 4 stig (1 mark og 3 stoð)
Þorgils Eggertsson 4 stig (4 stoð)
Hákon Magnússon 3 stig (2 mörk og 1 stoð)
Axel Orongan 2 stig (2 mörk
Lukas Dinga 2 stig (1 mark og 1 stoð)
Eduard Kascak 2 stig (2 stoð)
Gunnlaugur Þorsteinsson 1 stig (1 mark)
Jonathan Otuoma 1 stig (1 mark)
Lukas Polacik 1 stig (1 mark)
Alex Sveinsson 1 stig (1 stoð)
SR var í efsta sæti allra liða yfir hlutfall skota sem urðu að marki rúm 13% skota, eða 10 af 75.
Nánar um tölfræði mótsins hér.
Nokkrar vel valdar myndir frá Bjarna Helgasyni fylgja.