17/03/2016
Það er óhætt að segja að SR-ingum hafi gengið vel á Vetrarmótinu sem haldið var í Egilshöll um síðustu helgi. Alls komu heim 4 silfur og 4 brons.
Í 8 ára B var Lotta í 3. sæti og í 10 ára B náðu þær stöllur Margrét Eva og Ingunn í fyrsta sinn yfir 20 stigum sem eru þeirra langbesti árangur hingað til og enduðu þær í 2. og 3. sæti. Í hópi 12 ára B voru þær Bríet Glóð í 2. sæti og María Kristín í 3. sæti, frábær árangur hjá þeim báðum. Í stúlknaflokki B hreppti Alexandra 2. sæti og í Unglingaflokki í A voru þær Þuríður í 2. sæti og Kristín Valdís í 3. sæti.
Til hamingju stelpur með góðan árangur.
Hér má sjá nokkrar myndir frá mótinu