U18 stúlknalandsliðið með silfur í Istanbúl

24/01/2025

Við óskum U18 stúlknalandsliðinu til hamingju með silfrið í Istanbúl!

Frábært mót hjá þeim þar sem þær ruddu úr vegi öllum hindrunum nema gestgjöfunum sjálfum sem voru studdar af fullri stúku áhorfenda. Spurning hvort Ísland verði ekki að hýsa mótið á næsta ári og fá sterkan heimavöll…

Liðið skoraði 29 mörk á mótinu og fékk aðeins á sig 3, þar af 2 í síðasta leiknum gegn Tyrklandi. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá þessu liði því fjórir stigahæstu leikmenn mótsins voru frá Íslandi og allir snúa aftur á næsta mót að ári.

SR-ingurinn Bríet Friðjónsdóttir var maður leiksins gegn Tyrklandi og Friðrika var valin sóknarmaður mótsins og MVP hjá Íslandi.

Það kom lítið á óvart að Friðrika hafi verið sóknarmaður mótsins og MVP íslenska liðsins enda stigahæst allra á mótinu, markahæst, önnur stoðsendingahæst, efst í +/- með +15 og í fjórða sæti yfir unnin uppköst. Friðrika er á eldra ári í U16 og því enn tvö ár eftir í U18.

SR-ingurinn Dagný Teitsdóttir var með 1 mark og 2 stoðsendingar og Bríet Friðjónsdóttir, Kristína Ngoc og Brynja Þórarinssdóttir voru allar með eina stoðsendingu. Bríet var einnig í 7. sæti yfir +/- með +8.

Nýsjálendingar fór upp um deild í fyrra en það mót er einmitt í gangi þessa daga í Lettlandi. Liðið hefur átt í miklum erfiðleikum með andstæðinga og situr á botninum með 0 stig ásamt Taípei og búið að fá á sig 37 mörk í þremur leikjum. Liðin spila gegn hvort öðru upp á sína framtíð í riðlinum á morgun en nokkuð ljóst að annaðhvort þessara liða mun spila gegn Íslandi að ári.