Ný stjórn íshokkídeildar SR var kosin á aðalfundi í gærkvöldi. Hátt í 50 manns sóttu fundinn.
Friðjón B. Gunnarsson var kjörinn formaður
Bjarni Helgason var endurkjörinn varaformaður
Elísabet Stefánsdóttir var endurkjörin gjaldkeri
Bendikta Gabríella Kristjánsdóttir var endurkjörin ritari
Guðmundur Logi Norðdahl var kjörinn í meistaraflokksráðs karla
Pálín Dögg Helgadóttir var kjörin í meistaraflokksráð kvenna
Marta Joy Hermannsdóttir var endurkjörin í barna- og unglingaráð
Ásgerður Fjóla Friðbjarnardóttir var endurkjörin varamaður
Sigurður Jóhann Stefánsson var kjörinn varamaður
Upplýsingar um netföng stjórnarfólks má nálgast hér
Félagið vill koma á framfæri þakklæti til fráfarandi stjórnarmanna sérstaklega fráfarandi formanns, Erlu Guðrúnar Jóhannesdóttur.