Núna nýverið gekk stjórn íshokkídeildar frá samningi við Richard Tahtinen um að hann taki að sér aðalþjálfarastöðu hjá íshokkídeildinni í vetur. Richard er félagsmönnum ekki ókunnur enda hefur hann verið viðloðinn íshokkí á Íslandi um árabil. Fyrst kom hann til SR tímabilið 2002-2003 og spilaði með meistaraflokki og þreytti þar sína frumraun sem þjálfari. Eftir að hafa verið með SR í það tímabil fór hann til Svíþjóðar í B.S nám í Linnaeus háskólanum í Småland í Svíþjóð og þjálfaði hjá Alvesta og víðar samhliða því námi. Hann hefur einnig tekið næst hæðstu þjálfaragráðu hjá sænska íshokkísambandinu. Tímabilið 2007-2008 var hann þjálfa 94 árgang hjá Målmö Readhawks ásamt því að vera aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins með Ed Maggiacomo. Eftir það tímabil var hann ráðinn sem aðalþjálfara íshokkídeildar SR næsta eina og hálfa árið þar á eftir og gerði SR að Íslandsmeisturum árið 2008.
Eftir tímann hjá SR fór eitt tímabil til Bjarnarins í Grafarvogi og þjálfaði þar kvennaliðið þeirra. Eftir það fór Richard til Akureyrar og þjálfaði Meistaraflokk SA við góðan orðstýr og gerði Meistaraflokk SA til að mynda að Íslandsmeisturum árin 2014 og 2015.
Við í íshokkídeild Skautafélagsins hlökkum mikið til að starfa með Richard í vetur og vonum að félagsmenn, iðkendur og aðstandendur taki vel á móti honum.