14/09/2016
Laugardaginn 17. september verður vinadagur í Skautaskóla LSR. Iðkendur mega taka með sér vini, systkini, frænkur eða frænda og bjóða þeim að vera með okkur í tímanum og kynnast skautaíþróttinni. Við hvetjum alla iðkendur okkar til að bjóða 2-3 vinum að koma með og hafa gaman saman á svellinu, og læra í leiðinni kannski eitthvað smá.