Miloslav Račanský, eða Milos eins og félagar hans og stuðningsfólk SR kallar hann, er einn af litríkustu, ástælustu og atkvæðamestu leikmönnum liðsins. Milos er tékkneskur og hefur spilað með SR í þrjú tímabil. Síðastliðinn föstudag, í leik SR gegn Birninum, þurfti Milos að skauta af ísnum vegna meiðsla, og stirr fór um aðdáendur SR á pöllunum sem sáu þar á eftir einum af sínum mikilvægustu leikmönnum. Spurningar flugu á milli áhorfenda. Hvað kom fyrir? Pökkur í andlit? Kylfa í andlit? Myndi þetta óhapp taka Milos úr umferð fyrir næsta leik eða jafnvel lengur? Þetta er það sem SRhokkí spurði sig sömuleiðis. Þess vegna settum við okkur í samband við Milos.
Hvað gerðist?
– Ingþór, leikmaður Bjarnarins, reyndi að hreinsa pökkinn – með löngu skoti – úr hlutlausa svæði Bjarnarins og það endaði í andlitinu á mér.
Hvernig var tilfinningin? Og, hélstu að þú ættir afturkvæmt í leikinn?
– Tilfinningin var ekki góð og ég rotaðist í smástund. Ég man ekki nægilega vel augnablikinu eftir höggið. Ég ætlaði aftur á ísinn en gaurarnir í sjúkraliðarnir harðbönnuðu mér það.
Hvenær heldur þú að þú spilir næst?
– Vonandi í næsta leik. Ég veit það sama dag og leikurinn fer fram.
Hvað finnst þér um þá leiki sem þið hafið spilað sem af er tímabili? Hvað þarf SR að gera betur?
– Við verðum að nýta tækifrin okkar betur, sérstaklega powerplay og hirða lausa pekki í kring um markið. Við þurfum einnig að styrkja og skipuleggja vörnina.
Næsti leikur SR meistraflokks karla verður í kvöld, laugardagskvöld. Þar mæta þeir Esju.