Alþjóðlegur stelpuhokkí dagur – Í DAG!

09/10/2016

Sunnudaginn 9. september næstkomandi verður haldinn í fyrsta sinn, í öllum skautahöllum Íslands, alþjóðlegur stelpuhokkí dagur, eða World Girls‘ Ice Hockey Weekend eins og það útleggst á ensku. Dagur þessi er haldinn um heim allan fyrir tilstuðlan Alþjóðlega íshokkísambandsins (IIHF) og aðildafélög Íshokkísambnds Íslands munu öll taka þátt. 

Það verður ókeypis fyrir stelpur á öllum aldri í öllum skautahöllum landsins. Á staðnum geta áhugasamir fengið hokkískauta, hlífar, hjálma og kylfi og prófað og fengið tilfinninguna fyrir ekta íshokkí. Það skemmtilega við þetta er að liðsmenn Íslenska landsliðsins verða á staðnum til að aðstoða, leiðbeina og uppfræða þátttakendur um íþróttina, grundvallaratriði iðkunnar, félögin o.s.frv. Hægt verður að fá myndir af sér með þessum fræknu kempum. Því er ljóst að það verður mikil stemning á þessum hokkídegi og hvetjum við allar stelpur og konur til að mæta og kynna sér málið. Það er aldrei of seint að prófa. Það er aldrei of seint að byrja íshokkí!

Skemmtilegur dagur sem getur ekki klikkað. Fjölmennum sunnudaginn 9. september!

SRhokkí er með hugmynd að myllumerki fyrir ljósmyndir ef fólk vill deila þeim með okkur á helstu samfélagsmiðlunum. Notum #stelpuhokkídagur og #WGIHW.