SR stelpurnar þær Kristín Valdís, Margrét Sól, Dóra Lilja og Viktoría Lind héldu af stað til Torun í Pollandi ásamt Guillaume þjálfara í gær sunnudaginn 8. janúar. Í hópnum er einnig með í för tvær stelpur frá Birninum, Eva Dögg og Herdís Birna.
Stelpurnar keppa á skautamótinu Mentor Torun Cup og hefst keppnin á miðvikudaginn 11. janúar hjá Novice A og Junior A
Í dag verður dagurinn tekinn rólega en seinnipartinn fara stelpurnar á æfingu í ræktinni á hótelinu með þjálfaranum.
Þetta er fyrsta ferð þeirra Dóru Lilju og Viktoríu Lindar til að keppa erlendis og því spennandi að sjá hvernig þeim á eftir að ganga.
Við óskum stelpunum öllum velgengni á mótinu og hlökkum til að fylgjast með þeim næstu daga.
Hér er linkur um mótið fyrir þá sem vilja fylgast með í vikunni:
http://www.mentorcup.pl/