Næstkomandi helgi, 18. og 19. febrúar munu SR-stelpur taka á móti Ásynjum frá Akureyri. Leikirnir verða spilaðir í Skautahöllinni í Laugardal og hefjast þeir kl.18:45 (laugardagskvöld) og kl.08:00 (sunnudagsmorgun). Það verður við ramman reip að draga í þessum leikjum enda tróna Ásynjur á toppi deildarinnar og nokkuð ljóst að þær munu etja kappi við systurlið sitt Ynjur í úrslitakeppninni. Lið SR hefur orðið fyrir verulegri blóðtöku undanfarin misseri þar margir leikmenn eru annaðhvort meiddir, sumir mjög illa, eða veikindi eru að hrjá mannskapinn.
SR ætlar samt að taka á þessu og spila þennan leik undirmannað en með baráttuviljann að vopni og ætla að taka á móti Ásynjum af bestu getu.
Fyrri leikurinn hefst kl.18:45 á laugardagskvöldið og seinni leikurinn hefst kl.08:00 á sunnudagsmorguninn.