The Nordics 2019 seinni hluti

11/02/2019

Dagana 7. – 10. febrúar fór fram Norðurlandamótið í Linköping í Svíþjóð og skautuðu okkar stelpur stutta prógrammið fimmtudaginn 7. febrúar og síðan föstudaginn 8. febrúar skautuðu þær frjálsa prógrammið og stóðu þær sig einstaklega vel. Herdís Heiða lenti í 17. sæti með 68.42 stig og Rebekka lenti í 20. sæti með 63.47. Við viljum óska þeim innilega til hamingju með að hafa farið að keppa fyrir Íslands hönd og gert sitt allra besta.