Nýtt kvennalið SR íshokkí!

Frá æfingu kvennaliðs SR í gærkvöldi
21/08/2020

Við teflum fram okkar eigin kvennaliði í Herzt-deildinni í vetur – í fyrsta skiptið í þrjú tímabil. Þessi tímabil nýttum við vel í uppbyggingarstarf og uppskárum heilan her af framtíðarleikmönnum í yngri flokkunum. Maður uppsker jú eins og maður sáir.

Við vorum svo heppin að fá einn reyndasta þjálfara landsins, Alexander Medvedev, til að stýra liðinu og leggja grunn að glæsilegri framtíð kvennaíshokkís hjá SR.

Við erum með frábæran hóp í ár, blöndu af ungum leikmönnum og reynsluboltum úr kvennahokkíinu og enn eru leikmenn að bætast í sístækkandi hópinn.

Meðfylgjandi mynd var tekin á æfingu í kvöld – þar var frábær stemmning, gleði og metnaður allsráðandi!