04/01/2016
Julie yfirþjálfari hefur gert nokkrar breytingar á stundaskránni og eins á hópaskipulagi. Hægt er að finna nýja stundaskrá hér í flestum tilfellum eru litlar breytingar á tímasetningum. Við biðjum ykkur að fara vel yfir ykkar töflu og athuga breytingar. Nöfn iðkenda eru við hvern hóp, ef nöfn vantar eða þið teljið þau ekki á réttum stað þá vinsamlega sendið póst á Julie.
Julie mun boða til foreldrafundar á næstu dögum til að fara yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á skipulaginu. Við munum senda út pósta, setja auglýsingu hér á síðuna og á Facebook um fundinn.