Landslið Íslands skipað leikmönnum 20 ára og yngri eru komnir á keppnisstað í Mexíkóborg. Ferðalag til Mexíkóborgar tekur allt að 24 klst (fer eftir tengiflugi og þessháttar) en það er bæði skemmtilegt og spennandi ferðalag þar sem flogið er frá Íslandi til Bandaríkjana og þaðan til Mexíkó. Þeir Mexíkósku eru ekki íslendingum ókunnir enda höfum við mætt þeim ótal oft bæði í fullorðins- og yngri landsliðum. Aðrar þjóðir sem við íslendingar munum mæta á þessu móti eru Nýja sjáland, Búlgaría, Tyrkland, Ísrael og Suður Afríka. Skemmst er frá því að segja að íslenska landsliðin hefa bæði unnið og tapað fyrir nærri því öllum þessara liða í undanförum keppnum.
SR er með alls 5 leikmenn á lista þetta árið í U20 og eru það Sölvi Atlason, Bjarki Jóhannsson, Baldur Emil Líndal, Jón Andri Óskarsson og Styrmir Maack. Allir þessir leikmenn hafa verið fastamenn í 2. flokki SR ásamt að spila nokkuð reglulega með Meistaraflokki SR. Einnig er hin gildi SR-ingur, Arnar Þór Sveinsson, með í för sem liðs og fararstjóri.
Fyrir þá sem eru hvað áhugasamastir þá er bent á að hægt er að sækja app fyrir bæði Android og iOS (iPhone, iPad) til að fylgjast með stöðu mála í mótinu hjá þeim ytra.
Ísland hefur leik gegn Búlgaríu kl.23:00 annað kvöld, 16. janúar. Þegar þetta er skrifað þá hafa Búlgarir lagt Nýja sjáland 1 – 4 og leikur Tyrkja og Suður Afríku stendur yfir og standa leikar þannig að Tyrkir eru 5 – 0 yfir eftir fyrsta leikhluta.
Það er einnig hægt að fylgjast með beinu vefstreymi af leikjum mótsins og einnig er vert að fylgjast náið með stöðunni á vefnum.
Svona til gamans má skoða hér video af Youtube af viðureign Íslands (og annara) við Mexíkó árið 2005. Þar var skorað ansi flott mark (reyndar á okkur íslendinga) sem þeim mexíkósku þótti við hæfi að skíra “Kraftaverka markið”.