Hér er hægt að horfa á skemmtilega samantekt frá skautamótinu í Innsbruck, en Thelma Kristín Maronsdóttir SR-ingur keppti á því móti, ásamt þremur öðrum stelpum frá Íslandi. Það má sjá henni bregða fyrir nokkrum sinnum ásamt hinum íslensku keppundunum, þeim Helgu Karen Pedersen SA, Ásdísi Örnu Fen Bergsveinsdóttir SA og Mörtu Maríu Jóhannsdóttir SA.
Marta María Jóhannsdóttir SA hafnaði í 2.sæti sem er frábær árangur og auk þess sló þessi unga og efnilega skautakona íslenska stigametið í stutta prógraminu (fékk 31.81 stig), frjálsa (fékk 54.68 stig) sem og heildarstigamet (fékk 86.49 stig) í Stúlknaflokki A (Advanced Novice). Fyrra heildarstigamet átti Emilía Rós Ómarsdóttir með 81.05 stig.
Allar íslensku stúlkurnar stóðu sig sömuleiðis með prýði. Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir SA hafnaði í 10.sæti með 69.00 í heildarstig en alls kláruðu 30 stúlkur mótið. Thelma Kristín Maronsdóttir SR hafnaði í 22.sæti með 50.28 stig og Helga Karen Pedersen SB varð 26. með 48.09 stig.