Karlalið SR tilnefnt sem lið ársins af ÍBR

02/01/2024

Íþróttabandalag Reykjavíkur útnefndi karlalið SR sem eitt af fjórum liðum ársins 2023. Ásamt SR voru karla- og kvennalið Víkings í knattspyrnu tilnefnd og kvennalið Vals í knattspyrnu.

Blásið var til athafnar í ráðhúsi Reykjavíkur 13. desemer s.l. þar sem lið ársins var tilkynnt en karlalið Víkings var valið.

Aðstoðarfyrirliðarnir Styrmir Maack og Sölvi Freyr tóku við viðurkenningum frá Degi borgarstjóra fyrir tilefninguna og Íslandsmeistarartitilinn sem liðið vann vorið 2023.