U18 stúlknalandslið Íslands lenti í öðru sæti á HM í B riðlið 2. deildar í Búlgaríu núna í janúar.
Friðriku Rögnu Magnúsdóttur, Dagnýju Mist Teitsdóttur og Kristínu Ngoc Davíðsdóttir í sókninni
Í starfsliðinu voru einnig SR-ingarnir Alexandra Hafsteinsdóttir aðstoðarþjálfari og Erla Guðrún Jóhannesdóttir tækjastjóri.
Það var spennandi lokadagur mótsins sem byrjaði á 24-0 stórsigri Íslands á reynslulitlu S-Afríkuliði. Síðan var það leikurinn milli Búlgaríu og Nýja-Sjálands strax í kjölfarið sem skar úr um hvort Ísland myndi ná gullinu eða landa silfri. Það var alvöru leikur þar sem allt var í járnum allt þar til á 90 sekúndur voru eftir er Nýja-Sjáland braust út úr jafntefli og tryggði sér sigur og gull á mótinu.
SR-ingurinn Friðrika Ragna var valin besti leikmaður Íslands á mótinu í sínu fyrsta landsliðsverkefni. Hún vann einnig flest uppköst allra á mótinu og var í 7. sæti yfir stigahæstu leikmenn.
Aðalheiður Ragnarsdóttir var valin besti varnarmaður mótsins og Sólrún Arnardóttir var stigahæst íslenskra leikmanna í 4. sæti.
Frábært árangur hjá liðinu!
Allt um mótið og úrslit þess á mótsvef Alþjóða íshokkísambandsins.