Karlalið Skautafélags Reykjavíkur tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Skautafélagi Akureyrar í oddleik og endurtók því leikinn frá því í fyrra.
SR vann fyrsta leikinn á Akureyri 4-3
SA vann leik tvö í Reykjavík 5-4 og leik þrjú á Akureyri 7-1
SR sigraði svo leik fjögur á heimavelli 5-3 og tryggði sér oddaleik um titilinn á Akureyri sem það sigraði eins og áður sagði.
Athygli vekur á að rimman í fyrra fór alveg eins og endaði einnig á að SR lyfti bikarnum á Akureyri í fimmta leik.
Þetta er sjöundi titill SR en liðið vann fyrst árið 1999 og ári síðar árið 2000. Síðan komu gullaldar-ár SR þrír titlar á fjórum árum, 2006, 2007 og 2009. Svo núna 2023 og 2024.
Jóhann Björgvin Ragnarsson átti stórleik í oddaleiknum á bakvið geysisterkan varnaleik liðsins, en Jóhann varði 37 af 39 skotum heimamanna, tæpt 95% hlutfall skota. Heilt yfir í rimmunni varði hann 142 skot í þessum fimm leikjum með 89% hlutfall skota og hæstur markvarða, eins og í deildinni í vetur.
Petr Stepanek var stigahæstur SR inga í úrslitum með sjö stig (fjögur mörk og þrjár stoðsendingar) þar af þrjú þeirra í oddaleiknum (eitt mark og tvær stoðsendingar). Hann hafði svo sannarlega ástæðu til að fagna enda hitti leikurinn á afmælisdaginn hans en einnig var þetta hans fyrsti landstitill á ferlinum.
Kári Arnarsson var markahæstur SR-inga í rimmunni með sex mörk (einnig næst stigahæstur á eftir Petr) og átti stóran þátt í fyrsta sigrinum þar sem hann skoraði þrjú mörk.
Axel Orongan var þriðji stigahæstur SR-inga með sex stig (tvö mörk og fjórar stoðsendingar) en bæði mörkin hans komu í fjórða leik þar sem hann var einnig með stoðsendingu og átti stóran þátt í þeim sigri.
Ólafur Björnsson var með eitt mark og fjórar stoðsendingar
Sölvi Atlason var með eitt mark og þrjár stoðsendingar
Styrmir Maack var með þrjár stoðsendingar
Gunnlaugur Þorsteinsson var með eitt mark og eina stoðsendingu en hann spilaði þrjá síðustu leikina puttabrotin í gipsi.
Filip Krzak var með mark og stoðsendingu en markið hans var sigurmark oddaleiksins
Felix Sareklev var með mark og Gabriel Gunnlaugsson var með stoðsendingu
Milos, sem tók við liðinu í október, hefur gert frábæra hluti með það í vetur. Honum til aðstoðar í úrslitakeppninni var Daniel Kolar og Hákon Marteinn Magnússon. Liðs- og tækjastjórar eru Olgeir Olgeirsson og Jón Gunnar Guðjónsson. Ljósmyndari liðsins er Hafsteinn Snær Þorsteinsson.
Við þökkum Skautafélagi Akureyrar fyrir frábæra úrslitakeppni og áhorfendum og stuðningsfólki fyrir dyggan stuðning. Við óskum liðinu, þjálfurum, starfsfólki, aðstandendum og félaginu öllu til hamingju með árangurinn!
Viðtal mbl.is við Petr Stepanek
Viðtal við Sölva á ishokki.is
Viðtal við Kára og umfjöllun um titilinn á RÚV
Viðtal mbl.is við Jóhann Björgvin