Kvennlandslið Íslands tók þátt í HM kvenna í A riðli 2. deildar í Andorra á Spáni ásamt gestgjöfunum, Kasakstan, Mexíkó, Tævan og Belgíu á dögunum.
Ísland tryggði sér áframhaldandi setu í deildinni með því að sigra Belgíu sem voru sendar niður um deild. Kvennalandsliðið komst fyrst upp í þessa deild fyrir tveimur árum og þreytti frumraun í fyrra en þá engin var sendur niður þar sem Norður-Kórea dró lið sitt úr keppni.
Það er því frábær árangur hjá liðinu að tryggja sér þátttökurétt í þessari sterku deild að ári og sanka að sér dýrmætri reynslu. Kasakstan sigraði mótið í ár og fer upp um deild en í staðinn kemur Pólland niður. Norður-Kórea sigraði deildina fyrir neðan og kemur upp í staðinn fyrir Belgíu.
SR átti tvo frábæra fulltrúa sem létu mikið að sér kveða á mótinu.
Andrea Diljá Bachmann markvörður kom inn á í fyrsta og þriðja leik og spilaði svo alla tvo síðustu leikina. Hún varði 80 skot af þeim 91 sem hún fékk á sig eða um 88% hlutfall. Hún var valin „Magic man“ af liðsfélögum sínum eftir leik þrjú gegn Kasakstan og svo maður leiksins af þjálfurum eftir fimmta leikinn gegn Tævan.
Saga Blöndal var firnasterk í vörninni og átti þátt í einu marki liðsins af þeim níu sem það skoraði á mótinu. Hún var valin maður leiksins af þjálfurum eftir síðasta leikinn gegn Mexíkó.