Íshokkí

Saga til Svíþjóðar

Við höldum áfram að fylgjst með hokkíævintýrum SR-inga erlendis en Saga Blöndal, sem spilaði með félaginu síðustu tvö tímabil, flutti til Svíþjóðar í haust. Hún spilar nú fyrir Björklöven í NDHL sem er næst efsta deild í Svíþjóð. Björklöven, eða birkilaufin eins og það útleggst á íslensku, er frá borginni Umea sem telur um 130.000

Nánar…


Helgi til Englands

SR-ingurinn Helgi Bjarnason gekk á dögunum til liðs við U19 lið Leeds Knights í Norður Englandi. Leeds er um 500.000 manna borg í Vestur York-skírí og er félagið aðeins 4 ára gamalt en hefur náð undraverðum árangri á stuttum tíma. Flestir tengja knattspyrnu og jafnvel ruðning við landið en ekki mörgum dettur íshokkí í hug

Nánar…


Fljúgum hærra – nýtt tímabil að hefjast

Nýtt íshokkítímabil er handan við hornið og er það kvennaliðið sem hefur leik næsta þriðjudag 16. september gegn tvöföldum Íslandsmeistrum Fjölnis í Laugardalnum. Laugardaginn 20. september opnar svo karlalið SR sitt tímabil með leik gegn Jötnum, sem er yngra lið SA-inga. Yfirlit yfir heimaleiki og versla miða Kaupa árskort fyrir tímabilið Kvennalið SR Liðið er

Nánar…


Friðrika Ragna til Kanada

SR-ingurinn Friðrika Ragna Magnúsdóttir ætlar að taka slaginn í Kanada í vetur, með U19 skólaliði Ste-Cécile Stallion. Friðrika var valin íshokkíkona SR fyrir árið 2024 og búin að vera einn öflugasti sóknarmaður SR síðustu ár þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur verið ein af kjölfestunum í U18 landsliði stúlkna og tók þátt í sínu fyrsta

Nánar…


Íshokkískólinn byrjar 20. ágúst

Við skorum á alla krakka að koma og prófa íshokkí í Laugardalnum. Íshokkískólinn byrjar aftur miðvikudaginn 20. ágúst Allur búnaður á staðnum og frítt að prófa. Nánari upplýsingar hér á síðu Íshokkískólans. Hlökkum til að sjá ykkur – við tökum vel á móti öllum! Þjálfarar íshokkískólans eru Melkorka og Andri. Hönnuðir nýrrar herferðar SR eru

Nánar…


María Guðrún í SR

SA-ingurinn María Guðrún Eiríksdóttir er gengin til liðs við SR fyrir næsta tímabil. María sem er að verða tvítug í september spilaði fyrir Karlskrona í Svíþjóð á síðasta tímabili. Við tókum hana í létt spjall af þessu tilefni. Þú ert uppalin SA-ingur en ert að koma frá Karlskrona í Svíþjóð þar sem þú spilaðir á

Nánar…


Eduard nýr yfirþjálfari og íþróttastjóri

Eduard Kascak er nýr íþróttastjóri og yfirþjálfari yngri flokka íshokkídeildar SR. Hann mun jafnframt þjálfa kvennalið SR ásamt Sölva Atlasyni en hann tók við því liði í vor. Eduard, eða Eddie eins og hann er jafnan kallaður er 29 ára gamall reynslumikill varnarmaður frá Slóvakíu og hefur spilað víða um Evrópu. Ásamt heimalandinu spilaði hann

Nánar…


Andrea Bachmann til Svíþjóðar

Andrea Bachmann skrifaði nýlega undir samning við sænska félagið Almtuna IS fyrir næsta tímabil. Liðið er staðsett í Uppsala sem er 170.000 manna borg norðan við höfuðborgina Stokkhólm. Það spilar í næstefstu deild, Nationella Damhockeyliga, eða NDHL. Andrea hefur verið hryggjarstykkið í uppbyggingu kvennahokkís hjá SR síðustu ár og hefur verið aðalmarkvörður kvennalandsliðsiðs undanfarin mót.

Nánar…


Aðalfundur aðalfélags SR 27. maí

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Reykjavíkur (aðalfélags) þriðjudaginn 27. maí kl. 20.00. Fundurinn er haldinn í sal Skautahallarinnar í Laugardal. Dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins 1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari. 2. Lesin upp fundargerð síðasta aðalfundar. 3. Lögð fram skrifleg skýrsla aðalstjórnar og skýrslur deilda. 4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar aðalstjórnar ásamt endurskoðuðum reikningum einstakara deilda

Nánar…


Ný stjórn íshokkídeildar kosin á aðalfundi

Ný stjórn íshokkídeildar SR var kosin á aðalfundi í gærkvöldi. Hátt í 50 manns sóttu fundinn. Friðjón B. Gunnarsson var kjörinn formaður Bjarni Helgason var endurkjörinn varaformaður Elísabet Stefánsdóttir var endurkjörin gjaldkeri Bendikta Gabríella Kristjánsdóttir var endurkjörin ritari Guðmundur Logi Norðdahl var kjörinn í meistaraflokksráðs karla Pálín Dögg Helgadóttir var kjörin í meistaraflokksráð kvenna Marta

Nánar…