Listhlaup

Nýr skautastjóri LSR

21/08/2019

Hrönn Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr skautastjóri listhlaupadeildar SR. Hún er þroskaþjálfi að mennt og hefur bæði æft og þjálfað hjá SR. Hægt er að hafa samband við hana í netfanginu skautastjori@gmail.com Við bjóðum hana velkomna til starfa.


Skráning í Skautaskóla hafin

17/08/2019

Skráning í Skautaskóla Listhlaupadeildar Skautafélags Reykjavíkur á haustönn 2019 er hafin. Skráning hér (skautafelag.felog.is) Frekari upplýsingar má finna hér.


Haustönn 2019

17/08/2019

Skráning fyrir haustönn er hafin á skautafelag.felog.is og stundaskráin fyrir haustið hefur verið birt hér: (með fyrirvara um breytingar og innsláttarvillur) https://skautafelag.is/list/heildartafla/ Ef ýtt er á heiti hópsins birtist prentvæn útgáfa. Unnið er í því að setja hana upp í Sportabler. Dansæfingar byrja í Laugardalshöll í september og verða í höndum Köru Hergils, sem sá

Nánar…


Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur

01/06/2019

Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 13. júní n.k. í Skautahöllinni í Laugardal og hefst kl 20:00. Efni fundar: Venjuleg aðalfundarstörf Kosning stjórnar Önnur mál Kveðja Stjórnin


Sumarbúðir LSR 2019

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur og síðan er í vinnslu næstu daga. Skráning er hafin í sumarbúðir 2019, en í ár verða búðirnar í júní, júlí og ágúst í Skautahöllinni í Laugardal. Dagskrá sumarbúðanna er spennandi og metnaðarfull. Auk þjálfara LSR fáum við til okkar gestaþjálfara sem og annað íþróttafólk sem hjálpar til við ólíka

Nánar…


Skráðu þig á póstlistann!