Miloslav Račanský, sem er íslenskum hokkíaðdáendum að góðu kunnur, hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Hann mun stýra uppbyggingu barnastarfs hjá félaginu ásamt þjálfun frá 1. ágúst næstkomandi. Milos, eins og hann er jafnan kallaður, er frá Vlasim í Tékklandi og kemur úr mikilli hokkífjölskyldu. Hann lærði að skauta þriggja ára en