Það hefur ekki farið framhjá neinum að meistaraflokkur karla hefur átt á brattan að sækja í allan vetur. Eitthvað sem gert var ráð fyrir og margar útskýringar hafa verið gefnar, en eftir tvo leiki þar sem liðið stóð vel í sterkum andstæðingum og hefði jafnvel geta landað sigri eða tveimur, þá er því ekki að neita að stuðningsfólk varð fyrir sárum vonbrigðum með síðasta leik gegn Birninum. Björninn og SR er þekkt fyrir jafnar rimmur hvar allt getur gerst en því var ekki að fara í síðasta leik liðanna. Þvert á móti.
SR mætir Esju næstkomandi Laugardag, 19. nóvember, kl. 18:45. Þar er á ferðinni lið sem flestir segja líklegastir í dolluna í ár. Daginn eftir fær SR Skautafélag Akureyrar aftur í heimsókn, en þeir unnu Esju nokkuð auðveldlega fyrr í vikunni. Þess vegna leikur SRhokkí forvitni á að vita hvað sé að gerast hjá okkar mönnum hvernig þeir ætla inn í leiki helgarinnar.
Þessi leikur var mikil vonbrigði fyrir stuðningsfólk
Richard Tahtinen var fljótur að benda á þá staðreynd að Björninn er stærra og þyngra lið, sem útskýrir að hluta til af hverju SR tapar svona mörgum 1-á-1 baráttum. “Þrátt fyrir það þá þurfum við að vera betri í að nýta hraðann okkar í sókninni og þegar við pressum andstæðinginn á sínu svæði.” Hann segir einnig að vörnin þurfi að verða klókari og skipulagðari. “Hún er að gefa andstæðingnum allt of mikið pláss og tíma til athafna.” Þjálfarinn segir þetta eina forsenda þess að liðið vinni leiki.
Fyrir leikinn ætlaði SR að sýna meiri yfirvegun til að forðast skammakrókinn, gæta þess að missa ekki pökkinn og spila betur úr eigin svæði og yfir í sóknina. Ekkert af þessu gekk eftir
Við höfum verið að vinna í öllu ofangreindu í vetur. Þetta er ungt lið og fæstir leikmanna okkar eru með mikla reynslu. Þegar þú ert aðlæra eitthvað nýtt, þá er eftirfarandi yfirleitt trendið; þú spilar eftir bókinni einn leik en í þeim næsta ferðu út fyrir handritið. Vinnan mín felst í því að halda áfram að hamra á sama naglanum þangað til hann er varanlega fastur. Og þá er ég að tala um að halda leiknum einföldum og að við einbeitum okkur að markmiðunum sem við höfum sett okkur.
Robbie Sigurðsson segir að liðið hafi ekki skautað af nægilega mikilli áfergju og verið of seint. Hann vill að þeir leggi harðar að sér til að vinna í 1-á-1aðstæðum og haldi eða nái pekkinum þannig. Varðandi stærðarmun liðann, segir hann að auðvitað skipti það máli,“En hún segir ekki alla söguna. Þú verður að lesa vel í leikinn og spilið og bregðast rétt við.”
Varðandi Esju segir Robbie SR þurfa vera andlega klára og yfirvegaða. En þegar kemur að SA þá þarf liðið hans að vera tilbúið í að leggja enn harðar að sér en áður.
Robbie segist að lokum vera sammála þjálfara sínum um að þau markmið sem SR setti sér gegn Birninum hafi ekki gengið upp. Hann segir ennfremur að liðið verði búið að taka á þessu fyrir helgina.
SR-LEIKIR HELGARINNAR Í HERTZ-DEILDINNI Í ÍSHOKKÍ
Laugardaginn 19. nóvember ESJA – SR kl 18:45 í Skautahöllinni Laugardal. MFLKK – 1000kr. inn – ÓKEYPIS fyrir 16 ára og yngri.
Laugardaginn 19. nóvember YNJUR – SR kl 16:30 í Skautahöllinni á Aukureyri.
Sunnudaginn 20. nóvember SR – SA kl 19:00 í Skautahöllinni Laugardal. MFLKK – 1000kr. inn – ÓKEYPIS fyrir 16 ára og yngri.