Sigursælir SR-ingar á Kristalsmóti

SR, SRingar, Skautafélag Reykjavíkur
20/11/2016
SR-ingar voru heldur betur sigursælir á Kristalsmótinu sem haldið var um helgina í Egilshöll en þar kepptu C keppendur frá SR, SB og SA.
SR-ingar áttu skautara á verðlaunapalli í öllum aldursflokkum. Í 8 ára og yngri pilta var Brynjar Ólafsson í fyrsta sæti, í 8 ára og yngri stúlkna voru þær Katla Yngvadóttir í 2. sæti og Ágústa Ólafsdóttir í 3 sæti. Í flokki 10 ára yngri voru þær Dhamra Tómasdóttir í 1. sæti, Inga Sóley Kjartansdóttir í 2. sæti og Unnur Aradóttir í 3. sæti. Í 12 ára og yngri var Amanda Sigurðurdóttir í 1 sæti og í Novice var María Káradóttir í 3 sæti og í Junior var Kristín Birna Júlíudóttir í 1. sæti.
Þess má líka geta að í 12 ára og yngri  voru SR-ingar í öllum sætunum frá 4-10. Það er nokkuð ljóst að stelpurnar okkar hafi haft keppnisskapið mér sér um helgina.
 
Við óskum öllum iðkendum  okkar sem kepptu um helgina  til hamingju með árangurinn.